KringlanFréttir
Skertur opnunartími á meðan á samkomubanni stendur

Tímabundin breyting á opnunartíma

Kringlan hefur ákveðið að skerða opnunartíma á meðan á samkomubanni stjórnvalda stendur. Breytingin á sér stað frá og með fimmtudeginum 19.mars. Breyttur opnunartími er þessi:

Á ÖLLU HÖFUÐBORGARSVÆÐINU

Frí heimsending úr Kringlunni!

Kringlan býður upp á fría heimsendingu á öllu höfuðborgarsvæðinu! Skoðaðu yfir 100.000 vörur í vöruleit Kringlan.is og kláraðu kaupin hjá viðkomandi netverslun eða hringdu og kláraðu kaupin með símgreiðslu. Við skutlum svo vörunum til þín samdægurs, eða morgunin eftir.

Afgreiðslutími Kringlunnar er með óbreyttum hætti

Tilkynning vegna samkomubanns

Eins og flestum er nú kunnugt um mun samkomubann á landinu öllu taka gildi á miðnætti 15. mars. Mun það gilda í 4 vikur. Um er að ræða sam­kom­ur þar sem fleiri en 100 manns koma sam­an. Almenn áhrif þess á Kringluna eru þau að ekki er þörf á að beita fjöldatakmörkunum að Kringlunni sjálfri miðað við hefðbundna aðsókn. Samkvæmt Almannavörnum er litið á sameign Kringlunnar með sama hætti og göngugötu Laugavegsins. Því verður afgreiðslutími Kringlunnar með óbreyttum hætti.

Kringlan er í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vekur athygli út fyrir landsteinana.

Vafraðu um Kringluna á kringlan.is

Kringlan er í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vekur athygli út fyrir landsteinana. Á síðasta ári fékk Kringlan alþjóðleg verðlaun fyrir rafræna jólagjafaaðstoð og nú er nýr vefur, kringlan.is tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna sem afhent verða 13.mars https://www.svef.is/verdlaun/. 

Tímabundin lokun frá og með 17.mars

Lokun á Ævintýralandi

Ævintýralandi Kringlunnar verður lokað tímabundið frá og með þriðjudeginum 17. mars. Það á við um afmæli og aðrar uppákomur á þessu tímabili.

Setusvæðin við Stjörnutorg og Kringlutorg

Tímabundin lokun á setusvæðum

Vegna hertra reglna um samkomubann sem felur í sér að takmarka fjölda sem kemur saman við 20 manns  hefur verið ákveðið að setusvæði Stjörnutorgs og Kringlutorgs verður lokað frá og með morgundeginum 24. mars um óákveðinn tíma. 

Kringlukast 5.-9.mars

Glæsileg tilboð á Kringlukasti!

Þú finnur nýjar vörur á 20-50% afslætti á Kringlukasti sem er dagana 5.-9.mars. Kringlukast er frá fimmtudegi til mánudag, báðir dagar meðtaldir. Kringlukast er því frábært tækifæri til þess að gera góð kaup fyrir vorið. Vefblaðið má finna hér www.kringlan.is/kringlukast og öll tilboð eru í Kringlu Appinu. Hjartanlega velkomin í Kringluna

Staðsett á 2.hæð

Kringlu pop up markaður um helgina 7.-8. mars

Kringlu Pop-Up verður haldið helgina í Kringlunni og er staðsett á 2. hæð ( í rýminu þar sem Kids Coolshop var). Um 80 fjölbreyttar netverslanir verða á staðnum og fjölmörg tilboð í gangi og mikið verður um að vera í Kringlunni þessa helgi. Markaðurinn er opinn á opnunartíma Kringlunnar. Laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 13-18.

20-50% af öllum vörum

Afmælishátíð ZikZak dagana 20.-23. febrúar

20-50% afsláttur af öllum vörum og frábær dagskrá alla helgina. AK pure Skin verður að kynna nýju og glæsilegu húðvörurnar sínar sem Aron Einar Gunnarson og Kristbjörg Jónasdóttir kynntu nýlega á markað, kynningin verður milli 12-16 á fimmtudag og laugardag. Léttar veitingar, súkkulaði frá Nóa Síríus og ískalt Egils appelsín Hægt er að taka þátt í stórglæsilegum gjafaleik alla helgina þar sem meðal annars verður hægt að næla sér í 50 þúsund króna gjafabréf í ZikZak.

Búningar, fjör og frábær dagskrá

Öskudagur í Kringlunni

Við bjóðum börnin velkomin í Kringluna á Öskudaginn! Búningar, fjör og frábær dagskrá frá kl 12:00 - 16:00. 

Sýningin hefst fimmtudaginn 13. febrúar

Laufey Johansen opnar einkasýningu

Myndlistarkonan Laufey Arnalds Johansen opnar einkasýningu á verkum sínum í Kringlunni fimmtudaginn 13.febrúar kl. 17

Opið til kl.22

Kringlupartý 13.febrúar- tilboð, veitingar og gleði

Fimmtudaginn 13.febrúar verður líf og fjör í Kringlunni. Boðið verður upp á frábæra kvölddagskrá og alvöru partý.

Skelltu þér í nudd í verslunarferðinni

Ný snyrtistofa - Lucky Beans

Boðið er upp á neglur, augnhár, vaxmeðferðir og nudd.

Laugardagur 1.febrúar kl.16

Skoppa og Skrítla í heimsókn

Vinkonurnar Skoppa og Skrítla bjóða upp á notalega stund með yngstu kynslóðinni.

Götumarkaður og ótrúlegt verð

Útsölu lýkur 3.febrúar

Nú eru allra síðustu dagar útsölunnar, boðið er upp á götumarkað verslana í göngugötu.

Gert er ráð fyrir fullbúnum tækjasal og útisvæði með heitum pottum.

World Class opnar í Kringlunni

Reitir og rekstraraðilar World Class hafa undirritað samning um nýja World Class stöð í Kringlunni.

Verðlaun veitt fyrir framúrskarandi árangur

Lindex vinnur til alþjóðlegra verðlauna

Lindex AB hefur hlotið verðlaunin “Best Emerging Franchise 2020” á ársþingi International Franchise Association (IFA) sem eru elstu og stærstu samtök umboðssölufyrirtækja í heiminum. 

Þú getur keypt og selt notaðar vörur

Bazaarinn, markaður með notaðan fatnað og fylgihluti

Barnabaazar hefur nú aukið þjónustu og frá og með 30. janúar verður starfræktur markaður fyrir fullorðna líka.

Eldra efni