Fyrirmæli almannavarna gilda frá 23.desember

Samkomutakmarkanir

Eins og flestum er kunnugt eru ný fyrirmæli frá almannavörnum vegna fjölgunar tilfella Covid-19 veirunnar.

Frá 23.des taka gildi nýjar sóttvarnarreglur og gilda til 13.janúar 2022. Í Kringlunni er sem fyrr tekið fullt tillit til þeirra reglna sem í gildi eru hverju sinni.

  • Grímuskylda í verslunum og í göngugötu .
  • Í verslunum eru ná­lægðarmörk 2 metrar milli ótengdra aðila
  • Í versl­un­um gilda al­menn­ar regl­ur um 50 manna fjölda­tak­mörk, Fjöldatakmörk eru víðari í stærri verslunum en þó að hámarki 500 manns á hverjum tíma.
  • Veit­inga­hús­um og öðrum stöðum þar sem áfeng­isveit­ing­ar eru í boði, er óheim­ilt að taka á móti nýj­um viðskipta­vin­um eft­ir kl. 21:00 og all­ir gest­ir eiga að vera farn­ir kl. 22:00.
  • Öflugum sóttvörnum er áfram viðhaldið í Kringlunni og aðgengi að sótthreinsandi efnum er aðgengilegt í göngugötu og hjá verslunum og þjónustuaðilum.

Velkomin í Kringluna, förum varlega öll sem eitt og eigum notalega jólahátíð.

Reykjavík 22.desember 2021