KringlanFréttirPop it skiptimarkaður og ratleikur í göngugötu
SKEMMTILEG HELGI 18.-19.SEPTEMBER

Pop it skiptimarkaður og ratleikur í göngugötu

Boðið verður upp á aðstöðu fyrir skiptimarkað með pop it og fidget dót, dót sem hefur verið sérlega vinsælt hjá krökkum undanfarna mánuði

Skiptimarkaðurinn verður í gangi laugardaginn 18.sept frá kl. 13 - 16. Allir eru velkomnir með pop it/ fidget dót til skiptanna. Aðstaða fyrir markaðinn verður á 1.hæð í göngugötu. Það þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta á svæðið og raða sínu dóti smekklega á borð fyrir skiptin.

Ratleikur

Á laugardag og sunnudag verður einnig boðið upp á skemmtilegan ratleik fyrir alla fjölskylduna. Á völdum stöðum í göngugötu og víðar í Kringlunni verða QR kóðar sem þarf að skanna inn með myndavél snjallsíma og fást þá vísbendingar um næsta stað. Samtals eru QR kóðarnir límdir á 10 staði í Kringlunni. Þeim sem tekst að finna þá alla fá bíómiða frá Kringlunni.