KringlanFréttirEngin dagskrá á öskudaginn
Hlýðum Víði

Engin dagskrá á öskudaginn

Ekki verður boðið upp á skipulagða dagskrá á öskudag, né heldur sælgæti í boði í verslunum eða veitingastöðum Kringlunnar.

Tilmæli almannavarna til foreldra og forráðamann eru þau að halda börnum í sínu hverfi og senda þau ekki í sælgætisleiðangra út fyrir hverfin.

Kringlan mun að sjálfsögðu styðja tilmæli almannavarna og því verður ekki boðið upp á skipulagða skemmtidagskrá né nammi í verslunum, líkt og vonir höfðu staðið til. Við verðum því með aðrar leiðir til að gleðja bestu vini okkar, börnin, á þessum stóra hátíðardegi þeirra. Fylgist með.