Breytingar og spennandi tímar framundan hjá Sambíóunum Kringlunni

Tímabundin lokun vegna breytinga hjá Sambíóunum Kringlunni

Sambíóin Kringlunni verða lokuð tímabundið vegna endurbóta á anddyrinu og rýminu innan þess með breyttum áherslum sem eru í takt við þarfir neytenda. Þetta eru metnaðarfullar framkvæmdir sem ákveðið hefur verið að ráðast í þar sem upplifun bíógesta er höfð að leiðarljósi.

Ásýnd, upplifun og útlit bíósins verður glæsilegt í alla staði að loknum þessum breytingum á rýminu sem var orðið barn síns tíma. Við lofum þó að flytja með okkur sömu góðu og skemmtilegu stemninguna sem ætíð er að finna í Sambíóunum Kringlunni.

 Í desember verður svo glænýr Lúxus VIP salur vígður í Kringlunni sem verður sá allra glæsilegasti á landinu og þótt víðar væri leitað. Nýi Lúxussalurinn verður útbúin fullkomnustu hljóð- og myndkerfum sem völ er á og sæti salarins gefa það á tilfinninguna að flogið sé um á bleiku skýi.

Góðir hlutir gerast hægt eins og einhver sagði... en við hjá Sambíóunum erum handviss að um lokum verði þetta allt saman biðarinnar virði.

Við erum ævintýralega spennt að fá að bjóða ykkur velkomin aftur til okkar í október og þökkum ykkur sömuleiðis fyrir skilninginn og þolinmæðina á meðan breytingunum stendur.