Gjafakort Kringlunnar

Á starfsmaður hjá fyrirtæki þínu stórafmæli? Er vinahópurinn að safna saman í eina gjöf, eða ertu hreinlega í vandræðum með hvað þú átt að gefa? Ef svo er þá er gjafakort Kringlunnar tilvalinn kostur fyrir þig. Það er fallegt, þægilegt og þú getur verið viss um að viðtakandinn verði ánægður með gjöfina.

Gjafakort Kringlunnar fást í þjónustuveri Kringlunnar á 2. hæð á milli Nova og Englabarna. Hægt er að kaupa kort fyrir hvaða upphæð sem er, þó að hámarki 100.000 kr og að lágmarki 3.000 krónur. Einnig er hægt að kaupa gjafakortin á netinu ef greitt er með debet- eða kreditkorti og láta senda í ábyrgðarpósti til viðtakanda ásamt kveðju.

Falleg gjafabox fást fyrir 450 kr.

gjafakort

Gjafir til starfsfólks?

Forsvarsmenn fyrirtækja sem huga að gjöfum fyrir starfsfólk geta verið vissir um að gjafakort Kringlunnar hittir í mark - starfsfólkið velur sína gjöf sjálft í fjölbreyttu úrvali verslana. Pantanir skulu berast til þjónustuver Kringlunnar, thjonustubord@kringlan.is þar sem tekið er fram nafn og kennitala fyrirtækis ásamt fjölda korta og upphæðum. Tölvupóstinum er síðan svarað með greiðslupplýsingum. Ef pöntun hljóðar upp á 20 kort eða fleiri er hentugast að senda slíkt á netfangið camilla@kringlan.is.

Gjafakort Kringlunnar eru rafræn og virka á svipaðan hátt og debetkort nema að því leyti að þau eru handhafakort. Kortið gildir í öllum verslunum Kringlunnar. Söluvagnar á göngum Kringlunnar taka ekki við gjafakorti. Innistæðu kortsins er ekki hægt að leysa út fyrir reiðufé né leggja inn í banka.

Gildistími gjafakortanna er þrjú ár frá kaupdegi. Upplýsingar um stöðu kortsins fást á forsíðu vefsins. Einnig er hægt að fá stöðuna með því að nota QR kóða á bakhlið kortsins.

Kringlan

Kaupa gjafakort

Gjafakort Kringlunnar er hægt að nálgast í þjónustuveri Kringlunnar. Þú getur einnig greitt fyrir það á vefnum og látið senda það hvert á land sem er eða einfaldlega sótt það í þjónustuver.

Átt þú eldri útgáfu af gjafakorti?

Ef svo er, þarftu að koma með það í þjónustuver okkar á 2.hæð við hlið Nova og láta færa inneign á nýtt kort til að geta nýtt það í verslunum og veitingastöðum Kringlunnar.