previous page Til baka

Michelsen Tradition 38 stál blá

SKU: M06.531.61.0.1

Skapaðu eigin sögu. Byrjaðu hefð. Michelsen úrsmiðir bjóða í fyrsta sinn upp á rafhlöðuúr vegna eftirspurnar eftir vönduðum úrum, hönnuðum á Íslandi, á aðgengilegra verði en áður. Tradition úrin eru minni og þynnri en Michelsen hafa boðið upp á hingað til. Úrin eru íslensk hönnun með nákvæmu og vönduðu svissnesku quartz gangverki. Klassísk og einföld hönnunin skilar sér í tímalausu útliti, enda var hvatningin að hanna úr sem fylgir ekki tískubylgjum. Helstu upplýsingar: 50 metra vatnsvarið, vandaður úrkassi úr ryðfríu 316L stáli. Rispufrítt safírgler. Rafhlöðuknúið quartz úrverk frá virtum svissneskum framleiðanda. Úrval af ólum. 2ja ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum. Ítarlegar upplýsingar um úr: 38mm úrkassi. Bil á milli kjálka: 20 mm. 5ATM vatnsvörn. Hágæða 316L ryðfrítt stál. Rispufrétt safírgler. Úrbak hentar vel fyrir áletrun. Þrívíð klukkustundamerki. Auðlæsileg skífa. Ítarlegar upplýsingar um verk: Nákvæmt „Swiss Made“ quartz úrverk Dagsetning
VerslunVerð kr.
Michelsensale59,900
Skoða á vef Michelsen

Verslun

Michelsen

Michelsen eru með eitt glæsilegasta úraúrval landsins á öllum verðum ásamt úrvali af skarti í gulli og silfri. Mörg heimsþekkt gæðamerki má finna í verslunum Michelsen úrsmiða, en þar ber hæst að nefna flaggskip verslunarinnar; Rolex, en Michelsen úrsmiðir hafa verið einkaumboðsaðili Rolex á Íslandi frá árinu 1981. TAG Heuer bættist svo við vöruúrval Michelsen úrsmiða þann 1. október 2015 en þann dag tóku þeir við sölu- og þjónustuumboði fyrir merkið á Íslandi.

Önnur tvö heimsþekkt gæðamerki sem í boði eru hjá Michelsen eru annars vegar Tudor og hins vegar Romain Jerome en þessi tvö merki hafa vakið gríðarlega athygli undanfarin ár og eru í mikilli sókn á heimsvísu.

Gæðamerki í úrum á borð við Movado, Georg Jensen, Tissot, Arne Jacobsen og Rodania eru í boði á frábærum verðum og í ótrúlegu úrvali. Ótal merkjaúr má svo finna hjá Michelsen, þ.á.m. Michael Kors, Armani og Fossil ásamt Daniel Wellington, Skagen og Casio.

Vörur

Fleira fyrir þig í Michelsen