Borgarleikhúsið

Einstök upplifun í kjarna Kringlunnar

Borgarleikhúsið í Kringlunni var opnað árið 1989 og býður upp á fjölbreytta dagskrá við allra hæfi. Leikhúsgestir geta lagt bílnum á bílastæðum eða í bílakjallara Kringlunnar, fengið sér að borða fyrir sýningu á einhverjum af fjölmörgum veitingastöðum Kringlunnar og gengið beint úr verslunarmiðsöðinni inn í Borgarleikhúsið. 

Leikhúsið er rekið af Leikfélagi Reykjavíkur, einu elsta menningarfélagi landsins. Á hverju leikári eru fjöldamörg verk í boði sem spanna allt frá léttum gamanleikjum til dramatískari verka. Samstarf við Vesturport og Íslenska dansflokkinn bætir við þá litríku flóru sem leikhúsið hefur upp á að bjóða.