Nespresso
CAPE TOWN ENVIVO LUNGO
SKU: 6759320
Cape Town Envivo Lungo hefur komið í stað Envivo Lungo - ný hönnun, nýtt nafn, sama bragðið.
Þessi blanda kynnir þig fyrir ríkjandi kaffismekk í Höfðaborg. Þar sem Suður-Afríka var einu sinni viðkomustaður á gömlu verslunarleiðunum þá mótuðu asískar kaffitegundir smekk heimamanna á kaffi með tímanum. WORLD EXPLORATIONS Cape Town Envivo Lungo endurspeglar þetta dálæti með blöndu af indverskum arabica- og robusta-baunum. Það skilaði sér í kröftugasta Lungo-kaffinu okkar - með mikilli fyllingu, skörpum beiskjukeimi og viðarkenndum tónum. Drekktu það eins og heimamaður myndi gera: Bættu mjólkurlögg í kaffibollann til að ná fram mjúka, ristaða bragðkeimnum.
LÝSING Á BRAGÐI
Cape Town Envivo Lungo býður upp á líflega krydd- og viðarkennda tóna með miklu bragði sem á uppruna sinn í kröftugum robusta-baunum.
80% AF ÁLINU Í HYLKJUNUM ER ÚR ENDURUNNU ÁLI.