Nespresso
ISPIRAZIONE NAPOLI
SKU: 6754520
Ispirazione Napoli er sterkasta og dekksta kaffi Nespresso. Styrkleiki þess er 13 sem er hærri en allar aðrar tegund. Það sækir innblástur sinn til Napolí kaffihöfuðborgarinnar, þar sem aðferðir við ristun á kaffi eiga sér langa sögu.
SÉRKENNI
Ispirazione Napoli er sterkum og dökkum espresso skotum hinnar suðlægu Napólíborgar til heiðurs - bæði djörf og dásamleg. Flauelsmjúkur , rjómakenndur drykkur með einstaklega sterku grunnbragði þar sem daðrað er við ljúfan beiskleika í eftirbragðinu .
UPPRUNI
Ispirazione Napoli er búið til sem blanda af Robusta-baunum frá Úganda með smávegis af Arabica-baunum. Við völdum af kostgæfni kaffibaunir sem gætu þolað þá miklu ristun sem þessi blanda krefst. Bragðmiklar tegundir sem kölluðu fram djarfan en jafnframt ljúfan ilminn, bragðið og áferðina, sem endurspegla rótgróna hefð og ævagamla sögu kaffis í Napólí.
RISTUN
Það þarf virkilega kunnáttu til að rista kaffi á sama hátt og gert er í Napólí . Þegar kaffiristun er komin á þetta stig getur eitt augnablik skilið á milli dásamlegra, vel ristaðra kaffibauna og brunarústa. Þess vegna var byrjað með Robusta -baunir sem eru sérlega þéttar og olíuríkar og því má rista þær lengur áður en þær brenna við. Fínmölun á síðan sinn þátt í því að ná fram einstaklega sterku grunnbragði og dásamlegum beiskum keim sem helst í eftirbragðinu