Brooks Levitate 4 Herra

SKU: 1103451d121

Levitate er mest fjaðrandi skórinn með hlutlausan stuðning frá Brooks og einn mest fjaðrandi skórinn á markaðnum í dag! Þeir eru mjúkir og þægilegir en gefa ótrúlega góða orku í skrefið, það má næstum segja að þeir hlaupi fyrir þig. Þó skórnir séu hannaðir sem hlaupaskór henta þeir frábærlega í  alhliða líkamsrækt , vinnu og daglega notkun. Þessi mikla fjöðrun kemur frá 'DNA Amp' miðsólefninu sem er unnið úr 'Polyurethane Foam(PU)' og er blandað 'DNA' geldempunarefninu frá Brooks sem eykur mýktina og fjöðrunareiginleikana. Utan um þessa efnisblöndu er svo bætt við Thermoplastic Polyurethane(TPU) sem svokölluð skel eða húð og hamlar skónum að dreyfa orku út frá hliðum miðsólans og eykur þar af leiðandi fjöðrunina og svörunina tilbaka í skrefið til að stuðla að meiri hraða. Undirsólinn er hannaður til að flýta fyrir færslunni úr niðurstigi yfir í fráspark með svokölluðu 'Midfoot Transition Zone' og mesti sveigjanleikinn í miðsólanum er örlítið aftar heldur en í flestum öðrum skóm frá Brooks til að búa til meiri flöt fyrir tábergið að þrýsta á í frásparki svipað og í gaddaskóm. Yfirbyggingin er ofin úr svokölluðu 'Flat Knit' efni sem er mjúkt og þægilegt, andar vel og minnkar hættu á nuddi og núning. Öll yfirbyggingin virkar nánast eins og sokkur og hælsvæðið er með þægilegri bólstrun og efni sem heldur hælnum vel niðri í skónum og hælkappinn er stífur sem veitir góðan stuðning í niðurstiginu, skórnir eru að sjálfsögðu með lausum innleggjum fyrir þá sem nota sérgerð innlegg. Við mælum fyrst og fremst með Levitate fyrir vanari hlaupara og byrjendur í góðu líkamlegu ástandi sem vilja fjaðrandi og hraðari skó í lengri sem styttri vegalengdir. Einnig henta þeir frábærlega í alhliða líkamsrækt. Það sem er nýtt í Levitate 4 frá eldri Levitate er að Brooks hefur endurbætt DNA AMP miðsólaefnið þannig að það er léttara og  mýkra. Levitate hefur fengið nýtt efni í Yfirbygginguna sem er þéttara að fætinum og hefur betri öndunareiginleika. Ytri sólinn hefur verið styrktur og mynstrið straumlínulagað . Allar þessar endurbætur gera að okkar mati Levitate að frábærum ræktarskó, hvort sem þú ert á brettinu, í tækjasalnum eða í hóptímum. Hæðarmismunur hæls og tábergs er 8mm og þeir vega 286g (Levitate 3 var 318g) í stærð 42,5 herra og 258g dömu (Var 281g) í stærð 40. Áætluð ending er um 600-800km. Fer eftir þyngd, skekkjum í fótum, álagi í niðurstigi, undirlagi sem skórinn er notaður á o.fl.
VerslunVerð kr.
Fætur togasale25,990
Skoða á vef Fætur toga

Verslun

Fætur toga

Hjá Fætur Toga starfa reynslumikið fagfólk sem hefur síðastliðin 10 ár tekið yfir 60.000 íslendinga í göngu- og hlaupagreiningu um allt land. Við vinnum náið með íþróttahreyfingunni og fagaðilum í heilbrigðisstétt. Einnig ferðumst við um landið með göngu- og hlaupagreiningar, kynningar og sölu á tengdum vörum.
Í verslun okka

Í verslun okkar sér fagfólk um göngugreiningar, fótskoðun, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. Einnig ráðleggur starfsfólk um hlaupafatnað, íþróttatoppa/brjóstahaldara og mælir með vörum fyrir fætur s.s. tábergspúða, upphækkanir, sérsmíðuð og stöðluð innlegg auk skóbreytinga. Við sérhæfum okkur í sölu á gæðavörum og leggjum metnað í góða þjónustu og sanngjörn verð.

Vörur

Fleira fyrir þig í Fætur toga