Lyktareyðir (no odour) 300ml

SKU: ÁHOM135200

Homie - Life in balance Úði sem hylur og fjarlægir vonda lykt. Þessi hagnýta vara inniheldur örverur og fjarlægir sterka lykt frá salernum, sorpi, matreiðslu eða sígarettureyk svo dæmi séu tekin. Einu leifarnar sem eftir sitja í ferlinu eru koltvísýringur og vatn. Lyktareyðirinn er skaðlaus umhverfinu þar sem efnin eru niðurbrjótanleg. Notkunarleiðbeiningar: Úðaðu beint á upptök lyktarinnar. Lyktareyðirinn virkar fullkomlega á illa lyktandi íþróttaskó, á hendur eftir reykingar, vaskinn eða ruslageymsluna. Hann skemmir ekki fatnað svo hægt er að meðhöndla svitalykt með úðanum. Mikilvægast er að finna uppruna lyktarinnar, úða á og bíða þar til lyktin hverfur. Einnig má úða efninu um rými til að fá frísklegan ilm. Lyktareyðirinn er framleiddur í umhverfis- og gæðavottaðri verksmiðju í Svíþjóð. Best fyrir 11.12.2025
VerslunVerð kr.
Bastsale3,995
Skoða á vef Bast

Verslun

BAST

BAST er lífstílsverslun með heimilisvörur frá heimsþekktum framleiðendum ásamt fallegri íslenskri hönnun.

Vörur

Fleira fyrir þig í Bast