PC: Cyberpunk 2077

SKU: 114009

Cyberpunk 2077 gerist í opnum heimi fullum af hasar, ævintýrum, og nógu miklu neon ljósum til að bræða úr þér augun. Heppilega er lítið mál að fá ný slík í Night City borginni þar sem leikurinn gerist í. Það er fátt í líkamanum þínum sem þú getur ekki breytt. Árið er 2077, heimurinn er búin að byggja sig að mestu upp eftir “fallið mikla” sem gerðist árið 1986 og setti heiminn á hliðina. Úr öskum gamla heimsins og stjórnkerfi stigu fyrirtæki fram sem hinar nýju valdablokkir og heimurinn varð aldrei samur. Leikmenn spila sem málaliðinn V (sem getur verið kvenn eða karlkyns), sem er að leita af ígræðslu sem er lykilinn af ódauðleika. Það er auðvelt að sérsníða persóna þína til að henta leikstíl þínum og kanna stóra borg þar sem valkostir þínir munu breyta heiminum í kringum þig. Spilaðu sem útlagi, uppfullur af ígræðslum hakka þig inn í tölvukerfi eða annað fólk, gerðu díla við fólk í undirheimum Night City, spurningin er hvort að það mun reynast eins gott og þú vonast eftir. Allir í borginni eru að leita af leið til að komast áfram og flestir hika ekki við að stinga þig í bakið til að komast upp metorðastigann í borginni. Hægt er að ferðast um Night City á hinum ýmsu farartækjum, frá bílum sem láta Trabant líta vel út, yfir í súperbíla, brynvarðar límósíur, mótorhjól, ruslabíla, kappakstursbíla til að taka þátt í keppnum utan við borgina. Vorum við búin að nefna það að leikarinn Keanu Reeves er í leiknum sem hinn dularfulli Johnny Silverhand? Hægt er að velja klassa sem hentar þínum leikstíl: NetRunner (hakkarar) nota tæknina til að komast inní myndavélar, öryggiskerfi, og nýta sér umhverfið í baráttu við gengi borgarinnar Techie (vélar og tæki) byggja sín eigin vopn, vélmenni og tæki til að aðstoða í bardögum. Ef þér hefur einhver tíman langað að nota hugvit og kunnáttu til að ná undirtökunum þá er þetta fyrir ykkur. Solo (bardagar) sem hentar vel þeim sem vilja hoppa beint inní hasarinn og notast við persónulegri aðferðir. Hægt er að velja á milli þriggja ólíkra uppruna fyrir persónur að auki klassa í byrjun leiksins. Corporate: Í Araska fyrirtækinu fara leikmenn í fótspor iðnaðarnjósna, svika og pretta þar sem þú ert bara einum lélegum díl frá dauða. Nomad: eru vanalega í hópum, og byrjar þú í Badlands svæðinu fyrir utan Night City. Þú byrjar á botninum þarna og þarft að klóra þig upp hæðir borgarinnar. Street kid: Þú ólst upp á götum borgarinnar og þekkir alla kima hennar. Til að lifa af þurftirðu að vera snöggur að læra á heiminn í kringum þig og finna fólk sem þú gætir unnið með. Það eru persónur og sögukaflar sem þú munt bara sjá í hverjum af þessum þremur upprunum.
VerslunVerð kr.
Gamestöðinsale10,999
Skoða á vef Gamestöðin

Verslun

Gamestöðin

Gamestöðin er sérverslun tölvuleikjamannsins! Við kaupum gömlu leikina þína og þú notar peninginn til að lækka tölvuleikjakostnaðinn! Þetta er það sem við köllum, WIN - WIN - WIN!

Vörur

Fleira fyrir þig í Gamestöðin