Heimadekur fyrir haustið með Beautybar
Beautybar hefur tekið saman nokkrar vörur sem henta fullkomlega fyrir notalegt heimadekur.
Nú er haustið komið með sínum fallegu litum og kólnandi veðri. Breytingar á veðri kalla á breytingar í umhirðu og nú er tíminn til að gefa húðinni og hárinu auka raka, næringu og vernd til þess að undirbúa veturinn.
- maria nila true soft gjafasett. Sjampó og hárnæring sem henta flestum hárgerðum. Formúlan er mýkjandi og rakagefandi og hentar því sérstaklega fyrir þurrt hár. Arganolían vinnur gegn úfnu hári og gefur fallegan glans. Hægt er að kaupa vörurnar í stökum brúsum, en við bendum sérstaklega á þennan fallega gjafakassa þar sem frír hárilmur fylgir með.
Versla hér - Davines Nourishing Vegeterian Miracle Mask er einstaklega rakagefandi og nærandi hármaski fyrir brothætt, þurrt, þykkt eða úfið hár. Maskinn gefur hárinu djúpan raka, gerir það mjúkt, bætir glans og styrkir hárið svo það verður auðveldara að greiða það. Fullkominn fyrir sunnudags heimdekur!
Versla hér - Kérastase hárolían er nærandi hárolía sem hentar flestum hárgerðum. Hún veitir aukinn glans og gefur samstundis mýkt sem gerir hárið meðfærilegra og auðveldara að móta. Olían styrkir hárið og dregur úr rafmagni, sem gerir hana góða í hversdagsnotkun. Hún fæst bæði í 75ml stærð og sem ferðastærð til að grípa með sér í veskið.
Versla hér - Kérastase 8 tíma næturserum hentar flestum hárgerðum, sérstaklega þurru hári. Það frískar upp á glans, styrk og mýkt, hemur “frizz” og veitir hárinu djúpnæringu í allt að 8 klukkustundir á einni nóttu. Serumið djúpnærir hárið og örvar endurnýjun þess, svo þú vaknar með silkimjúkt, sterkara og glansmeira hár. Sterkara hár, minna ”frizz” og meiri glans!
Versla hér - Torriden Dive-In Serum frá Kóreu er létt en afar rakagefandi formúla sem dregur úr þurrki og endurnærir húðina. Serumið inniheldur fimm mismunandi tegundir af hýalúrónsýru sem veita húðinni djúpan og langvarandi raka, mýkri áferð og fallegan ljóma.
Versla hér
Torriden Dive-In rakakremið frá Kóreu er létt og djúpnærandi krem sem róar húðina og endurnærir hana. Kremið er milt, fer hratt inn í húðina og skilur hana eftir endurnærða. Kremið inniheldur 5D Complex Hyaluronic Acid - fimm mismunandi gerðir af hýalúrónsýru sem veita marglaga raka. Auk þess inniheldur það Panthenol (Pro-Vítamín B5) sem eykur raka, styrkir húðina og bætir varnir hennar gegn utanaðkomandi streituvaldandi áhrifum.
Versla hér - Fáðu sólbrúna, ljómandi húð með Dripping Gold Luxury Mousse. Silkimjúk á húðinni og gefur dásamlega bronsáferð strax við notkun. Inniheldur A- og E-vítamín, hyalúrónsýru og þykkni úr gojiberjum og kamillu. Veitir hámarks raka og næringu fyrir heilbrigða húð, með náttúrulega og fallega áferð. Fáanleg í þremur litum.
Versla hér - Marc Inbane brúnkudroparnir eru fullkomin lausn til að ná fram fallegum og heilbrigðum ljóma, sérsniðnum að þínum óskum. Þeir eru einstaklega auðveldir í notkun, þú blandar þeim einfaldlega saman við uppáhalds rakakremið, líkamskremið eða sólarvörnina þína og færð þannig náttúrulega brúnku.
Versla hér - Hárhandklæði úr örtrefjum dregur vatn einstaklega vel í sig án þess að skemma hárið. Það flýtir fyrir þurrkun og hjálpar til við að viðhalda raka hársins. Hentar öllum hársíddum og hárgerðum.
Versla hér - Fallegar neglur með Gel Manicure setti frá Le Mini Macaron. Þetta frábæra sett gerir þér kleift að fá fullkomnar gelneglur heima hjá þér eða hvar sem er. Það fylgir allt í settinu sem þarf til og hægt er að velja um fleiri liti.
Versla hér