KringlanFréttirWorld Press Photo lýkur 2.október
Alþjóðleg sýning á verðlaunuðum fréttaljósmyndum ársins

World Press Photo lýkur 2.október

Verðlaunaðar fréttaljósmyndir ársins eru sýndar í göngugötu á sýningu sem stendur til 2.október

World Press Photo eru sjálfstæð samtök sem voru stofnuð í Hollandi árið 1955. Meginmarkmið þeirra er styðja við og kynna störf fréttaljósmyndara á alþjóðlegum vettvangi. Í gegnum tíðina hefur World Press Photo byggt upp sjálfstæðan vettvang fyrir fréttaljósmyndun og frjálsa upplýsingamiðlun. Til að gera markmið sín að veruleika stendur World Press Photo fyrir stærstu og veglegustu samkeppni heims á sviði fréttaljósmynda á hverju ári. Vinningsmyndunum er safnað saman í farandsýningu sem árlega nær til 150 borga í yfir 50 löndum.

 Að þessu sinni tóku þátt 4,282 atvinnuljósmyndarar frá 125 löndum og sendu inn 73,996 ljósmyndir.

 World Press Photo sýningin var áður haldin í Kringlunni í mörg ár og er ánægjulegt að geta boðið upp á hana á ný. Við hverja mynd er fróðlegur texti um myndefnið á íslensku og ensku.

Ljósmynd sem dómnefnd útnefndi sem Fréttaljósmynd ársins var tekin af japanska ljósmyndaranum Yasuyoshi Chiba fyrir Agence France – Presse.  Myndin sýnir ungan mann, sem er lýstur upp af farsímum, flytja mótmælaljóð meðan mótmælendur kyrja slagorð og krefjast borgaralegrar stjórnar þegar slökkt var á ljósum í Khartoum, Súdan, 19. júní.

 Dómnefndin veitti 44 ljósmyndurum verðlaun í 8 efnisflokkum og koma verðlaunahafar frá 24 löndum.

 Dutch Postcode Lottery er alþjóðlegi styrktaraðili World Press Photo auk Aegon og PwC.

Kringlan stendur fyrir sýningunni hérlendis í samstarfi við Morgunblaðið. Smelltu hér til að kynna þér starfsemi og ljósmyndakeppni WWP.

Komdu og sjáðu áhrifaríkar ljósmyndir og merkilegar sögur sem þeim fylgja,