Verðlaun FÍT fyrir auglýsingaherferð

Kringlan vinnur auglýsingaverðlaun

Herferðin "Allt þitt uppáhalds" hefur vakið mikla athygli og fékk um helgina verðlaun frá FÍT

FÍT, félag íslenskra teiknara hélt verðlaunaafhendingu 1.apríl og hlaut auglýsingaherferð Kringlunnar silfurverðlaun í flokki herferða ársins. Þú getur fræðst betur um keppnina og verðlaun FÍT með því að smella hér

Ímark, samtök markaðsfólks á Íslandi, tilnefnir einnig herferðina sem þá bestu auk tilnefningar fyrir umhverfisauglýsingu. Íslensku auglýsingaverðlaunin - Lúðurinn verða afhent við hátíðlega athöfn 8.apríl

Smelltu hér til að sjá samantekt á herferðinni litríku.