Innblástur að fermingunni

Allt fyrir ferminguna

Nú fer fermingartímabilið að skella á og eflaust margir í leit að réttu sparifötunum. Hvort sem þú ert að fermast sjálf/ur eða á leiðinni í fermingu, þá finnur þú allt sem þarf í Kringlunni.
Hér koma nokkrar góðar hugmyndir að fermingarfatnaði, njótið!

Litagleðin fær alveg að njóta sín fyrir fermingarnar þetta árið! Æðisleg græn dragt frá Galleri 17.

Klassískir svartir eða brúnir skór eru töff við jakkafötin. Fást í Timberland

Dökkblá jakkaföt eru alltaf klassísk í fermingum og klæða alla. Jack and Jones eru með fjölbreytt úrval af slíkum fatnaði.


Gullfallegir eyrnalokkar sem poppa upp dressið. Fást í Jens Gullsmið.

Pavement hælaskórnir frá GS skór eru alltaf jafn vinsælir. Henta vel fyrir öll tilefni.

CERA Wand krullujárnið gefur náttúrulegar og fallegar krullur. Beauty Bar er með æðislegt úrval af hárvörum, sléttujárnum, krullujárnum og svo margt fleira.

Gráu jakkafötin klikka seint. Galleri 17 er með fjölbreytt úrval af fatnaði fyrir komandi veislur.

Augabrúnagel sem mótar brúnirnar og heldur hárunum á sínum stað. Fæst í Body Shop.