Fjölbreytt þjónusta og póstbox opin til kl.23

Þjónustuver Kringlunnar

Þjónusta í þjónustuveri er margvísleg, m.a. gjafakortasala, kerrulán, pakkaafhending hraðbankar og póstbox.

Í þjónustuveri geta viðskiptavinir okkar nálgast almennar upplýsingar um Kringluna. Þjónustan er veitt á staðnum, í gegnum síma, vefspjall og í tölvupósti.

Þjónustan er margvísleg en þar má meðal annars finna: Póstbox Kringlunnar,póstbox DHL, póstbox Póstsins. Hægt er að sækja sendingar í póstboxin til kl 23:00 öll kvöld vikunnar.

Í þjónustuverinu er hægt að kaupa vinsælu gjafakort Kringlunnar, gjöf af öllu hjarta. Þú getur fengið upplýsingar um stöðu gjafakorta, yfirlit og aðrar upplýsingar. Það er einnig hægt að kaupa gjafakort Kringlunnar á vefsíðu Kringlunnar, kringlan.is og þar getur þú valið um að fá kortið sent heim eða að sækja í þjónustuverið.
Þú getur fengið barnakerru lánaða í Kringluferðinni og er sú þjónusta án endurgjalds. Einnig er hægt að fá tvíburakerru og hjólastóla lánaða gegn tryggingu.
Hægt er að kaupa strætómiða og strætókortí þjónustuverinu. Starfsmenn gefa einnig upplýsingar um strætóferðir og hvaða vagnar stoppa í næsta nágrenni.
Gjafabréf Borgarleikhússin ser fæst líka þjónustuborði Kringlunnar.
Viðskiptavinir Kringlunnar geta fengið afnot af skáp á meðan þeir versla. Skápar eru staðsettir á 2.hæð á gangi nálægt versluninni Augað.
Frímerkieru til sölu í þjónustuverinu og þar er einnig póstkassi.

Þjónustuver Kringlunnar er staðsett á 2.hæð á milli Nova og Englabarna.

Opnunartími þjónustuversins:

Mánudaga til föstudaga kl. 10 - 18:30
Laugardaga frá kl. 11 - 18
Sunnudaga frá kl. 12 - 17