Uppboð til styrktar pakkasöfnun Kringlunnar

Merki Stjörnutorgs til sölu

Stjörnutorg Kringlunnar lokar og nýtt spennandi svæði, Kúmen, tekur við.

Kúmen er mathöll, upplifun og afþreyingarsvæði á 3ju hæð Kringlunnar.

Stjörnutorg hefur átt þátt í lífi margra eftir 23 ára starfsemi. Af því tilefni boðar Kringlan til uppboðs á fallega logo staðarins með þá ósk að Stjörnutorg lifi áfram á nýjum stað í nýju hlutverki.

Uppboðið fer fram á facebook síðu Kringlunnar og stendur yfir til 1.desember 2022. Áhugasamir bjóði í merkið í athugasemdum. Hæsta boð gildir.

Söluandvirði rennur óskipt í pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstofnun Kirkjunnar