KringlanFréttirStafrænt Páskabingó með íþróttaálfinum!
Páskabingó Kringlunnar og Hagkaup

Stafrænt Páskabingó með íþróttaálfinum!

Stafrænt Facebook Live Páskabingó í boði Kringlunnar og Hagkaup er sunnudaginn 5.apríl kl 12:00.

Íþróttaálfurinn verður LIVE bingóstjóri á Facebook síðu Kringlunnar, svo vertu viss um að fylgja Kringlunni á Facebook til þess að fá meldingu þegar Bingó-ið byrjar!

Þú getur sótt Bingóspjald HÉR og það helst inni alveg þangað til á sunnudaginn. Þú getur prentað það út ef þú vilt, annars verður hægt að ýta á tölurnar rafrænt þegar Bingó-ið byrjar svo það er auðvelt að hafa Bingó-spjaldið í símanum eða í tölvunni.

Bingó-spjaldið birtist svona, enginn er með eins spjald og þú heldur þínu spjaldi, sama hvenær þú sækir það - hvert spjald er tengt við Facebook viðkomandi.

Vinningarnir eru allir í boði Kringlunnar og Hagkaup:

1. Gjafakarfa með öllu fyrir páskana; XXL fjölskyldu páskaegg frá Nóa Siríus, Páskaöl, Hagkaups Hamborgarhryggur, Nammi, Panic Tower fjölskylduspil og bíómiðar í Sambíó Kringlunni.

2. 10.000 kr. gjafakort í Kringluna og Góu páskaegg með lakkrísreimum.

3. Freyju páskaegg með Djúpum og tveir bíómiðar í Sambíó Kringlunni

4. Nóa Siríus páskaegg og 2 bíómiðar í Sambíó Kringlunni

5. 5.000 kr gjafakort í Kringluna, Nóa Konfekt páskaegg og 2 bíómiðar í Sambíó Kringlunni