KringlanFréttirVafraðu um Kringluna á kringlan.is
Kringlan er í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vekur athygli út fyrir landsteinana.

Vafraðu um Kringluna á kringlan.is

Kringlan er í fararbroddi í stafrænni þjónustu og vekur athygli út fyrir landsteinana.
Á síðasta ári fékk Kringlan alþjóðleg verðlaun fyrir rafræna jólagjafaaðstoð og nú er nýr vefur, kringlan.is tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna sem afhent verða 13.mars https://www.svef.is/verdlaun/

Auk þessa hefur Kringlan hlotið fjölda tilnefninga og verðlaun fyrir kynningarefni og stafræna þjónustu. Á kringlan.is geta viðskiptavinir skoðað vöruúrval frá yfir 70 verslunum og hjá flestum er hægt að klára kaupin í netverslun þeirra. Tæknilega er verkefnið gríðarlega flókið og ljóst að um er að ræða tímamótalausn sem nýtist viðskiptavinum í breyttu umhverfi verslunar.
Þú getur nú vafrað um Kringluna, undirbúið og jafnvel klárað góð kaup.
Prófaðu hér á www.kringlan.is
Hjartanlega velkomin í Kringluna á netinu!