Svindlarar á facebook

Verum á varðbergi

Undanfarið hafa óprúttnir aðilar nýtt sér vinsældir Kringlunnar á facebook til að herja á fylgjendur með svindli.

VARÚÐ

Kringlan stendur EKKI fyrir gjafaleik líkt og meðfylgjandi mynd sýnir! Um er að ræða platsíðu í nafni Kringlunnar. Fleiri svipaðir leikir eru í gangi og erfitt fyrir marga að átta sig á þessu þar sem Kringlan er með í gangi alvöru gjafaleiki til að gleðja viðskiptavini. Verðlaun sem Kringlan gefur, eru undantekningarlaust afhent í þjónustuveri.

Til leiðbeiningar þá er vert að taka fram að:

Kringlan biður EKKI um:

-Persónuupplýsingar

-Kortaupplýsingar

-Að smella á hlekk

Pössum okkur saman á þessum óprúttnu aðilum og tilkynnum svona síður .