Vandaðar notaðar vörur

Ný verslun Rauða krossins

Rauði krossinn opnaði nýverið fataverslun í Kringlunni, sem er sjötta verslun félagsins á höfuðborgarsvæðinu og sú fjórtánda á landsvísu.

Fataverslanirnar, þar sem seldar eru notaðar vörur, eru ein helsta fjáröflun Rauða krossins og afar mikilvægar sem slíkar. Þegar viðskiptavinir kaupa vörur hjá Rauða krossinum öðlast þær endurnýtt líf, stuðlað er að umhverfisvernd, buddan verður þyngri og allur ágóði fer 100% í mannúðarmál.

Í öllum verslunum Rauða krossins sjá sjálfboðaliðar um afgreiðslu og það er alltaf þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða, áhugasamir geta farið inn á heimasíðu félagsins www.raudikrossinn.is fyrir nánari upplýsingar.

Glæsilega verslunin er staðsett á 2.hæð við hlið Cafe Roma.