Afgreiðslutími

16.júní

OPNUNARTÍMI
16.júní LOKAÐ
17.júní LOKAÐ
þriðjudagur 10:00 - 18:30
miðvikudagur 10:00 - 18:30
fimmtudagur 10:00 - 18:30
föstudagur 10:00 - 18:30
laugardagur 11:00 - 18:00

NETVERSLUN OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN

Language switcher
LogoLogo
Mitt uppáhalds

Óskalisti

loading
Cart

Karfan þín er tóm

Karfa

Það er ekkert í körfunni!

Gjafakort sem þú týnir ekki

Nýjung! Rafræn gjafakort beint í símann

Kringlan, fyrst verslunarmiðstöðva í heiminum, hefur tekið nýtt gjafakortakerfi í notkun sem stóreflir þjónustuna við viðskiptavini.

Kringlan er fyrsta verslunarmiðstöð í heiminum til að gera viðskiptavinum kleift að vera með eitt rafrænt gjafakort fyrir alla verslunar – og þjónustuaðila Kringlunnar. Þessi nýja tæknilausn frá fyrirtækinu Leikbreyti gerir viðskiptavinum mögulegt að vera með gjafakortið í veskinu í símanum sínum og því alltaf með kortið á sér. Rafræn gjafakort er umhverfisvæn lausn þar sem ekki þarf plastkort og umbúðir líkt og áður.

Þjónusta við viðskiptavini stóreykst með tilkomu rafrænna gjafakorta. Helstu kostir:

  • Þú ert alltaf með kortið á þér
  • Þú sérð alltaf hver inneignin er
  • Kringlan minnir þig á að nota kortið og/eða sendir þér sérstök gjafakortatilboð
  • Hættan á glötuðu eða gleymdu gjafakorti nánast úr sögunni

Kringlan auðveldar þér kaupin á gjafakorti sem ætluð eru til gjafar, þú velur upphæð, þú velur útlit á kortinu og hver kveðjan sem fylgir á að vera.

Þú getur tímastillt nákvæmlega hvenær viðkomandi fær kortið. Hann eða hún fær tilkynningu um gjöfina í símann sinn og getur hlaðið kortinu í veski símans (gift to wallet)

Þú kaupir rafrænt gjafakort með því að smella HÉR