Þakkir fyrir gjafmildi

Pakkasöfnun fyrir hjálparstofnanir

Pakkasöfnun Kringlunnar fyrir jólin gekk einstaklega vel í ár. Sú nýjung að bjóða viðskiptavinum að styrkja söfnun gegnum kringlan.is var sannarlega vel nýtt og háar fjárhæðir söfnuðust. Viðskiptavinir lögðu inn framlag og jólaálfar Kringlunnar keyptu gjöf í söfnunina.

Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Ísland og Hjálparstofnun Rauða krossins útdeildu jólagjöfum til fjölskyldna sem þurftu aðstoð fyrir jólin.

Fyrir hönd þeirra þakkar Kringlan innilega fyrir samhug og örlæti. Fyrir ykkar tilstuðlan áttu þúsundir barna á Íslandi gleðilegri jól.