KringlanFréttirPakkasöfnun til styrktar mæðrastyrksnefnd
Gefðu eina aukagjöf

Pakkasöfnun til styrktar mæðrastyrksnefnd

Árleg pakkasöfnun Kringlunnar stendur yfir fram að Þorláksmessu. Við viljum hvetja alla til að kaupa eina aukagjöf og merkja gjöfina strák eða stelpu ásamt þeim aldri sem gjöfin hentar.

Pakkasöfnun á kringlan.is er lokið en hægt er að koma með pakka undir tréð út Þorláksmessu.

Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin sjá um að úthluta gjöfunum til fjölskyldna á Íslandi sem þurfa aðstoð fyrir  jólin.

Frestur til að setja pakka við tréð er til Þorláksmessu eða út daginn 22.desember.

Í sóttvarnarskyni er því miður ekki hægt að bjóða upp á innpökkunarborð eins og undanfarin ár.