ágúst 2021

Verslunin ORG flytur um set

Glæsileg ný verslun ORG er nú staðsett á 2.hæð við hlið Brandtex

Org er verslun sem leggur áherslu á fatnað sem gerður er úr náttúrulegum og oft lífrænum efnum o.m.fl.

Hjá Org færðu gott úrval af skóm þ. á m. Blundstone, Gola, Bisgaard og Woden ásamt TOMS skóm í miklu úrvali með - sem hafa one for one - hugsjónina að leiðarljósi. Auk þessa eru í boði frábærar töskur, veski og fylgihlutir frá O My Bag - Amsterdam.

Frá eigendum Org: "Okkur er annt um fólk og umhverfið og við trúum að það skipti máli hvaða efni eru í vörum sem við notum og hvernig staðið er að framleiðslu þeirra.

Þess vegna veljum við vel þær vörur sem við bjóðum."

Velkomin í nýja og glæsilega verslun. Sjón er sögu ríkari.