KringlanFréttirVerslun Miniso í Kringlunni opnar um helgina!
Miniso opnar sína fyrstu verslun á Íslandi!

Verslun Miniso í Kringlunni opnar um helgina!

Það er komið að því! Margir hafa beðið spenntir eftir opnun fyrstu verslunar Miniso á Íslandi, en verslunin opnar um helgina!  
Miniso er verslun sem selur smávörur innblásnar af Japanskri hugmyndafræði og leggur mikið upp úr hönnun. Markmið Miniso er að bjóða upp á hágæðavörur á viðráðanlegu verði. Verslunin er með heilmikið úrval af alls kyns vörum, bæði heimilisvörum, snyrtivörum, raftækjum, fullt af leikföngum, böngsum og margt fleira.

Miniso hefur náð miklum vinsældum í Asíu og hefur stækkað ótrúlega hratt á seinustu árum . Verslunina er nú að finna í yfir 80 löndum um allan heim, þar á meðal í Þýskalandi, Frakklandi og Englandi. Miniso sem vörumerki hefur nýlega verið að vinna í því að styrkja ímynd sína í Evrópu og Ameríku og hluti af því verkefni er að fá þekkt andlit til að verða “Brand Embassador” fyrir allt það svæði. Verslun Miniso í Kringlunni er sú fyrsta sem opnar á Norðurlöndunum.

Í tilefni af opnuninni ætlar Miniso að gefa heilmikið af flottum gjöfum! Einn gjafaleikur fer fram á samfélagsmiðlum og svo verða einnig vinningar í boði fyrir þá sem koma í nýju verslunina.

Til að fá glæsilega gjöf á samfélagsmiðlum þarftu aðeins að:

1.     Fylgja Miniso á Instagram @minisoiceland

2.     Líka við eina af myndunum þeirra frá 1-4. desember

3.     Merkja tvo vini í athugasemdum við myndina

Fyrstir koma fyrstir fá þar til vinningarnir klárast

Viðskiptavinir sem koma í nýju verslunina geta einnig fengið gjafir:

·       Fyrstu 200 viðskiptavinirnir fá óvæntan glaðning

·       5 heppnir einstaklingar verða dregnir út í hverri viku úr hópi þeirra sem versla fyrir 4.000 kr. eða meira. Vinningshafar fá veglegan gjafapoka fullan af Marvel-, We Bare Bears-, Disney- og jólavörum!