Mí Bowls er flott viðbót í veitingaflóruna í Kringlunni

Víetnamskur veitingastaður opnar á Kúmen

Mí Bowls býður upp á ljúffenga núðlurétti og súpur. Veitingastaðurinn Mí Bowls hefur opnað á Kúmen, við hlið Kore. Á Mí Bowls er víetnamskur matur í boði, Mi þýðir núðlur á víetnömsku. Eins og nafnið gefur til kynna er lögð áhersla á núðlurétti. Í stuttu máli skiptist matseðillinn í tvennt. Annars vegar núðluskálar, þar sem viðskiptavinir búa til sína eigin skál og velja sér prótein, tegund af núðlum, sósu og grænmeti, og hins vegar núðlusúpur. Þar að auki eru víetnömsk íste og ískaffi á matseðlinum.

Smelltu hér til að kynna þér matseðil og þá girnilegu rétti sem í boði eru hjá Mí Bowls

Það er opið á Kúmen til kl. 21 öll kvöld.

Hjartanlega velkomin