Matarmarkaður smáframleiðenda í Hagkaup
Matarmarkaður smáframleiðenda verður í Hagkaup dagana 19.–26. apríl.
Með Matarmarkaði smáframleiðenda vill Hagkaup styðja við íslenska smáframleiðendur og vekja athygli á fjölbreyttri flóru af gæðavörum sem íslenskir frumkvöðlar hafa upp á að bjóða. Á sama tíma vill Hagkaup beina kastljósinu að nýsköpun í matvælaframleiðslu á Íslandi.
Hluti smáframleiðendanna sem tekur þátt í matarmarkaðnum að þessu sinni hefur notið stuðnings úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga, í gegnum tíðina. Hlutverk sjóðsins er að styðja frumkvöðla til nýsköpunar og þróunar í matvælaframleiðslu á Íslandi. Sérstök áhersla er lögð á stuðning til innlendra verkefna sem taka tillit til sjálfbærni en á síðasta ári var 16 milljónum úthlutað úr sjóðnum til 12 verkefna.Þátttakendur í ár verða 21 talsins og munu þeir bjóða gestum Hagkaups upp á vörur sínar á meðan markaðurinn stendur yfir.
Framleiðendur sem kynnar vörur sínar á markaðnum eru:
Ábót íslensk fæðubót
Biobú
Brælubakaríið
Ella Stína Vegan
Emmson Sveppir
Eylíf
Gelato
Ísgerðin á Akureyri
Isqueeze Ísland
Kaja Organic
Ketó Eldhúsið
Litlabýli
Matarsmiðjan
Pesto.is
Pönnukökuvagninn
Pure Natura
Rabarbia
Skúbb
Spírubarinn
SVAVA sinnep
Vera Örnudóttir