KringlanFréttirTímabundin lokun á setusvæðum
Setusvæðin við Stjörnutorg og Kringlutorg

Tímabundin lokun á setusvæðum

Vegna hertra reglna um samkomubann sem felur í sér að takmarka fjölda sem kemur saman við 20 manns  hefur verið ákveðið að setusvæði Stjörnutorgs og Kringlutorgs verður lokað frá og með morgundeginum 24. mars um óákveðinn tíma. 

Af þessum ástæðum mun hluti veitingastaða á Kringlutorgi og Stjörnutorgi loka eða hafa skerta opnun.

Tokyo Sushi, Halab Kebab, Fjárhúsið, Jömm og Subway munu hafa lokað hjá sér yfir þennan tíma.
Til viðbótar við framangreinda lokun munu snyrtistofur og naglastofur í Kringlunni loka tímabundið.