Kringlan opnar 20.júní
Hreinsunarstarf í Kringlunni gengur vel, opnum aftur á fimmtudaginn 20.júní.
Hreinsunarstarf gengur vel í Kringlunni en til að tryggja að upplifun gesta verði sem best hefur verið ákveðið að opna ekki fyrr en á fimmtudag. Bent er á að hægt er að versla á kringlan.is og fellur sendingarkostnaður niður á meðan á lokun stendur.
Reitir og Kringlan leggja höfuðáherslu á að aðstoða verslunareigendur til að gera þeim unnt að opna verslanirnar aftur sem fyrst.
Um 150 rekstrareiningar eru í Kringlunni og er tjónið mest á svæði sem spannar um tíu verslanir. Á fimmtudag verður hægt að taka vel á móti gestum en reiknað er með að þá verði búið að ljúka hreinsun og loka fyrir framkvæmdasvæðið.