Viðskiptavinir athugið
Bruni í þaki Kringlunnar síðasta laugardag og slökkvistörf hafa því miður haft tímabundin áhrif á loftgæði í Kringlunni.
Bruni í þaki Kringlunnar síðasta laugardag og slökkvistörf hafa því miður haft tímabundin áhrif á loftgæði í Kringlunni. Verkfræðistofan Efla hefur unnið að mælingum á loftgæðum og eru þau vel innan viðmiðunarmarka.
Þeir sem eru veikir fyrir eða með öndunarfærasjúkdóma gætu þó fundið til óþæginda, einkum ef farið er á þau svæði í Kringlunni þar sem tjónið var mest í miðju hússins.