KringlanFréttirLaufey Johansen opnar einkasýningu
Sýningin hefst fimmtudaginn 13. febrúar

Laufey Johansen opnar einkasýningu

Myndlistarkonan Laufey Arnalds Johansen opnar einkasýningu á verkum sínum í Kringlunni fimmtudaginn 13.febrúar kl. 17

Sýning Laufeyjar er tvískipt og sýnir listakonan bæði ný og eldri verk úr Aurora - Áróru seríunni sem er mjög litrík. Þá eru einnig sýnd verk úr seríunni Vúlkan en þau verk eru svört og þykk og minna helst á hraunið í íslenskri náttúru og svarta sanda við strendur Íslands.

Sum verkana voru á sýningum í París og Milanó, en sl. 16. mánuði hefur Laufey tekið þátt í 13 sýningum víðsvegar um heiminn. Hún var m.a. með einkasýningu í New York og samsýningar í Spatzio Tadini Museo í Milanó, Galerie Etienne Causans í París, Metropolitan Gallery í Las Vegas Art Museum, Monaco Yacht Show, Red dot Art Basel week Miami svo eitthvað sé nefnt.

Sýning Laufeyjar er haldin í verslunarrými á 2. hæð Kringlunnar við hliðina á verslun Nova og mun standa yfir í nokkrar vikur.