Nýtt, glæsilegt veitinga - og afþreyingasvæði á 3.hæð

Á Kúmen er opið til kl.21 öll kvöld

Fjölbreytt úrval veitingastaða í nýju og hlýlegu umhverfi á Kúmen.

Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, KÚMEN, er á 3ju hæð í Kringlunni . Á svæðinu eru 15 veitingastaðir í glæsilegu og notalegu umhverfi og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Opið er til kl. 21 öll kvöld vikunnar og því upplagt að koma við í kvöldmat eftir góða verslunarferð í Kringluna. Kúmen er einnig góður valkostur fyrir þá sem hyggja á leikhús - eða bíóferð og upplagt að krydda góða kvöldstund með veitingum fyrir sýningu.

Á mánudögum fá kvöldverðargestir 2 fyrir 1 miða í bíó, sem gildir fyrir almennar sýningar í Sambíó alla mánudaga.

Aðkoma að bíóinu hefur fengið nýja ásýnd og er veitingasalan opin fyrir utan sýningartíma. Glæsilegasti lúxussalur landsins, Ásberg, opnaði í janúar 2023 Fyrir utan bestu mynd og hljómgæði ná þægindi fyrir gesti nýjum hæðum, en boðið verður upp á legusæti sem og prívat parabekki. Þú verður að prófa!

Auk þessa er á hæðinni nýtt Ævintýraland , barnagæsla fyrir börn á aldrinum 3-9 ára. Á miðvikudögum fá matargestir glaðning , frítt fyrir börnin í 30 mín í Ævintýralandi.

Nánari upplýsingar um veitingastaði á Kúmen má finna hér

Hjartanlega velkomin á Kúmen, heimsókn sem kryddar tilveruna.