Kringlukló um helgina!
Kringluklóin verður um helgina með Flying Tiger & Miniso!
Kringlukló er útfærð hugmynd af vinsælu spilatæki þar sem dót, bangsar eða sælgæti er fangað með lítilli járnkló sem stjórnað er með stýripinna. Kringluklóin er frábrugðin að því leiti að börnin sjálf eru klóin. Þau eru sett í öruggt belti, fá hjálm á höfuð og eru síðan látin síga ofan í gryfju sem geymir alls konar verðlaun. Af því sem börnum tekst að fanga, mega þau velja sér einn hlut til að eiga. Kringluklóin verður staðsett á 1.hæð í miðri göngugötu og er fyrir krakka á aldrinum 4 -12 ára.
Laugardagur 14 .september kl 13. OFURHETJU - Kringlukló: Þú færð flugferð í Kringluklónni gegn því að framvísa kvittun um styrk til Krabbameinssjúkra barna úr verslun Flying Tiger Kringlunni. Þú ræður upphæðinni.
Taktu þátt í Söfnun Flying Tiger fyrir Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna og þú færð flugferð í Ofurhetju-Kringluklónni þar sem þú færð flott verðlaun frá verslun Flying Tiger. Fyrstu 200 sem framvísa kvittun frá Flying Tiger Kringlunni hvorn dag komast að. Frjáls framlög, engin lágmarksupphæð. Hlökkum til að sjá ykkur í Ofuthetju Kringluklónni og látum gott af okkur leiða.
Sunnudagur 15. september kl. 13. Skemmtileg flugferð í boði fyrir krakka sem fá að auki glaðning frá verslun MINISO. Númer verða dreift til barna á slaginu 13:00, það þarf ekki að styrkja málefni þennan dag til þess að fá flugferð. Frítt á meðan miðar eru til.
Smelltu HÉR til þess að sjá myndband af Kringluklónni.
Hlökkum til að sjá ykkur!