Allir krakkar geta unnið verðlaun frá MINISO

Ótrúleg skemmtun helgina 26. og 27.mars

Krökkum er boðið í litla flugbunu í Kringluklónni um helgina þar sem þau freista gæfunnar og fá flott verðlaun.

Kringlukló er útfærð hugmynd af vinsælu spilatæki þar sem dót, bangsar eða sælgæti er fangað með lítilli járnkló sem stjórnað er með stýripinna. Kringluklóin er frábrugðin að því leiti að börnin sjálf eru klóin. Þau eru sett í öruggt belti, fá hjálm á höfuð og eru síðan látin síga ofan í gryfju sem geymir alls konar verðlaun frá versluninni MINISO. Af því sem börnum tekst að fanga, mega þau velja sér einn hlut til að eiga.

Kringluklóin verður á 1.hæð í göngugötunni, fyrir framan A4, laugardag og sunnudag kl.12-16. fyrir krakka á aldrinum 4 -12 ára, þó ekki hærri en 160cm.

Aðgangur í tækið er ókeypis.

Ekki missa af frábærri upplifun og skemmtun um helgina.

Hjartanlega velkomin