KringlanFréttirStafrænt Facebook Live BINGÓ
Með íþróttaálfinum og Sollu stirðu

Stafrænt Facebook Live BINGÓ

Stafrænt Kringlubingó verður á Facebook Live sunnudaginn 25.október klukkan 11:00.

Íþróttaálfurinn og Solla stirða verða LIVE bingóstjórar á Facebook síðu Kringlunnar, svo vertu viss að gera "going" eða "interested" á viðburðinn til þess að fá áminningu áður en við byrjum. Viðburðurinn er HÉR.

Þú getur sótt Bingóspjald HÉR og það helst inni alveg þangað til á sunnudaginn. Best er að hafa Bingóspjaldið í síma, tölvu eða ipad og þá getur þú merkt við tölurnar jafnóðum á spjaldið sjálft, þegar þú færð Bingó, birtist flipi á spjaldinu þar sem þú ýtir á Bingó. Einnig getur þú prentað spjaldið út og merkt á það - svo kalla þú "BINGÓ" í athugasemd á Facebook Live þegar útsendingin byrjar.

Bingó-spjaldið birtist svona, enginn er með eins spjald og þú heldur þínu spjaldi, sama hvenær þú sækir það - hvert spjald er tengt við Facebook viðkomandi manneskju og er aðeins eitt spjald á mann.

GLÆSILEGIR vinningar :

B – 15.000 kr. gjafakort í leikfangadeild Hagkaupa Petit peysa frá Englabörnum, út að borða fyrir 4 á Hamborgarafabrikkuna

I – Hálfrennd peysa og eyrnaband frá 66 Norður, Twist n‘ turn skemmtispil frá Pennanum, og pizzaveisla frá Dominos

N – hlaupahjól og fótbolti frá Útilíf og 15.000 kr. gjafabréf í allar NTC verslanir (Gallerí 17, Smash Urban, GS skór, Company's, Kultur og Kultur menn)

G – vegleg gjafakarfa frá Pennanum + 10.000 kr. gjafakort í Bónus

O – 20.000 kr. gjafakort í Kringluna og leikföng frá Hrím