KringlanFréttirKringl­an til­nefnd til alþjóðlegra verðlauna
EINA ÍSLENSKA TILNEFNINGIN HJÁ BRAND IMPACT AWARD

Kringl­an til­nefnd til alþjóðlegra verðlauna

Við erum stolt að segja frá því að auglýsingaherferð Kringlunnar, sem unnin var í samstarfi við auglýsingastofuna Kontor Reykjavík, hlaut tilnefningu til alþjóðlegu hönnunarverðlaunanna Brand Impact Awards.

Það er einnig gaman að segja frá því að þessi tilnefning er sú eina íslenska hjá Brand Impact Aw­ard en verðlaun­in verða veitt í London 10. sept­em­ber næst­kom­andi.

Hér má sjá myndir úr herferðinni:

Tíma­ritið Compu­ter Arts og vefsíðan Creati­ve Bloq standa fyr­ir verðlaun­un­um Brand Impact Aw­ard sem veitt eru fyr­ir verk sem skarað hafa fram úr í heimi skap­andi hönn­un­ar og mörk­un­ar (brand­ing). Meðal sig­ur­veg­ara Brand Impact Aw­ards síðustu ára má nefna BBC, McDon­alds, Carls­berg o.fl.

Aug­lýs­inga­her­ferð Kringl­unn­ar hef­ur vakið mikla at­hygli fyr­ir snjalla og ný­stár­lega út­færslu og sýn­ir Kringl­una sem leiðandi versl­un­ar­miðstöð með óend­an­lega mikið vöru­úr­val.

Jóla­aug­lýs­ing­ar Kringl­unn­ar þóttu t.a.m bera vott um djarfa og frum­lega hönn­un þar sem helgi­mynd­ir mótuðust af jóla­gjafa­hug­mynd­um.