Afgreiðslutími

OPIÐ Í DAG: 10:00 - 18:30

OPNUNARTÍMI
miðvikudagur 10:00 - 18:30
Sumardaginn fyrsta 12:00 - 17:00
föstudagur 10:00 - 18:30
laugardagur 11:00 - 18:00
sunnudagur 12:00 - 17:00
mánudagur 10:00 - 18:30
þriðjudagur 10:00 - 18:30

NETVERSLUN OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN

Language switcher
LogoLogo
Mitt uppáhalds

Óskalisti

loading
Cart

Karfan þín er tóm

Karfa

Það er ekkert í körfunni!

Frábær viðbót við verslunarflóru Kringlunnar

Klukkan opnar glæsilega verslun

Glæsileg opnun Klukkunnar í Kringlunni 11.nóvember

Úra- og skartgripaverslunin Klukkan hefur opnað nýja verslun í Kringlunni. Verslunarrýmið sem telur um 75 fermetra er staðsett beint gegnt Bónus og BOSS búðinni. Fyrir rekur fyrirtækið verslun og verkstæði á Nýbýlavegi ásamt netversluninni klukkan.is. Með þessu skrefi má ætla að umfang fyrirtækisins tvöfaldist.
Að sjá þetta litla fjölskyldufyrirtæki vaxa úr 15 fermetra plássi sem mamma og pabbi stofnuðu í Hamraborginni á sínum tíma í tvær nýjar stórglæsilegar verslanir á Nýbýlavegi og í Kringlunni er ótrúlega skemmtilegt. Viðtökurnar hjá Kringlugestum hafa verið frábærar fyrstu dagana, röð út úr dyrum þegar við opnuðum og helgin var frábær.  Við í fjölskyldunni erum sérlega stolt enda búðin björt, opin og að okkar mati hefur tekist virkilega vel að bjóða viðskiptavinum uppá fallegt umhverfi fyrir frábært vöruúrval okkar af úrum og skartgripum” – segir Hjördís Viðarsdóttir, verslunarstjóri Klukkunnar.

Klukkan er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var 1979 með kaupum Viðars Haukssonar og Katrínar Stefánsdóttur á lítilli verslun í Hamraborg og hefur starfað sleitulaust síðan í eigu sömu fjölskyldu.  Þess má geta að þriðji ættliðurinn stendur nú vaktina undir vökulum augum kynslóðanna á undan í verslununum sem eru nú 3 talsins.
 
„Það er mikið fagnaðarefni að fá þetta gamalgróna verslunarfyrirtæki í Kringluna, stærstu verslunarmiðstöð landsins. Klukkan er frábær viðbót við þá flóru verslana sem hér er“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar.

Verslunin er byggð upp í sama stíl og nýja verslun Klukkunnar á Nýbýlavegi en innréttingar eru hannaðar og smíðaðar af þýska framleiðandanum ODS sem m.a. hefur starfað fyrir merki eins og Casio og Tommy Hilfiger.

Kringlan býður Klukkuna innilega velkomna viðskiptavinum til heilla.