Kringlan styður samvinnuverkefnið ER EKKI ALLT Í GULU?

Gulur september

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum.

Vakin er athygli á málefninu með gula litnum og þann 7.september eru allir hvattir til að taka þátt með því að klæðast gulu, skreyta  með gulu og deila gulri og glaðri stemming sem víðast.

 Slagorðið í gulum september; ,,Er allt í gulu?” -vísar til mikilvægi þess að huga hvert að öðru, sýna aðgát og umhyggju.

 Í september verður í boði fjölbreytt dagskrá sem tengist geðrækt og sjálfsvígforvörnum, td. fyrirlestar, tónleikar, göngur og fleira.

Sjá nánar á gulurseptember.is