Barton Perreira 14. maí í Auganu
Barton Perreira teymið mætir í gleraugnaverslunina Augað í Kringlunni þriðjudaginn 14. maí, og sýnir það nýjasta úr 2024 línunni. Með í för er Bill Barton, stofnandi gleraugnamerkisins, sem mun svara spurningum gesta og gefa góð ráð. Viðburðurinn stendur yfir frá kl. 16:30 til 19 og verður boðið upp á léttar veitingar og góða stemningu.
Bill Barton er búinn að vera í gleraugnageiranum í langan tíma. Hann var forstjóri gleraugnaframleiðandans Oliver Peoples, sem síðar var selt til Oakley. Síðar stofnaði hann gleraugnamerkið Barton Perreira með hönnuðinum Patty Perreira en hún er líka hokin af reynslu í geiranum. Öll gleraugun frá Barton Perreira eru framleidd í Japan og lögð er áhersla á sjálbærni og umhverfisvænt efnisval í framleiðslu gleraugnanna. Mikil áhersla er lögð á mikilvægi handverks í hönnun gleraugnanna og bera þau svo sannarlega þess merki enda hugsað út í hvert smáatriði auk þess sem þau sitja afar vel á andliti.
Kíktu í Augað og kynntu þér það nýjasta og ferskasta í heimi gleraugna.