KringlanFréttirÆrslabelgurinn í Kringlugarðinum
Komdu að leika

Ærslabelgurinn í Kringlugarðinum

Kætast nú krakkar á öllum aldri. Nú er búið að blása upp skemmtilega ærslabelginn í Kringlugarðinum.

Kringlugarðurinn liggur meðfram bílastæðum á 2.hæð við hlið Hamborgarafabrikku. Auk ærslabelgsins eru í garðinum bekkir og borð.

Skjólið í garðinum er algjört og á sólardögum er dásamlegt að sitja þar, leika sér á ærslabelg og/eða ná sér í veitingar til að borða úti.

Við minnum á að fylgja reglum varðandi ærslabelginn ss að fara úr skóm. Göngum vel um svæðið.

Gleðilegt sumar í Kringlugarðinum.