Kringlugarðurinn er paradís á sumrin

Ærslabelgur fyrir alla krakka

Vinsæli Ærslabelgurinn í Kringlugarðinum er opinn fyrir gesti og gangandi.

Það er upplagt að koma við í garðinum, í góðu veðri er dásamlegt að sitja úti og/ eða skvetta úr klaufunum á Ærslabelgnum.

Borð og bekkir eru í garðinum og notalegt að sitja með hressingu frá einhverjum af fjölmörgu veitingastöðum í Kringlunni.

Kringlugarðurinn er við hliðina á inngangnum við Hamborgarafabrikkuna

Hjartanlega velkomin