Skapaðu minningar með 66 Norður
Rakel listakona skreytir sjófatnað í verslun 66 Norður Kringlunni.
Á útihátíðum er mikilvægt að fanga skemmtileg augnablik og skrá niður minningar, jafnvel fá undirskriftir frá gömlum vinum sem þú hefur ekki hitt í nokkurn tíma. Við hvetjum því viðskiptavini til að fanga augnablikin um verslunarmannahelgina og varðveita minningarnar með því að teikna á og merkja sjófatnaðinn frá 66 Norður.
Í dag, þriðjudag 1. ágúst frá kl. 17:00 -18:30 getur þú gert þig kláran fyrir komandi helgi í verslun 66 Norður, en þar gefst viðskiptavinum tækifæri á að fá mismunandi teikningar frá upprennandi listakonunni Rakeli Rögnvaldsdóttur á sjófatnaðinn sinn.
Rakel er gríðarlega hæfileikarík listakona og er margreynd í að skreyta sjófatnaðinn okkar. Hægt er að skoða teikningarnar hennar Rakelar á Instagraminu hennar: https://www.instagram.com/rakelrogn/
Hlökkum til að sjá ykkur!