Hreiðrið

Notaleg aðstaða fyrir fjölskyldur með ungabörn

Í Hreiðrinu er alltaf hlýleg stemning og notalegt andrúmsloft til þess að sinna ungabörnum. Boðið er upp á góða skiptiaðstöðu, þægilega sófa og stóla til brjóstagjafa. Stóru systkinunum ætti ekki að leiðast enda leikföng, fiskabúr og fleira skemmtilegt til þess að dunda við á meðan athygli foreldrana beinist að þeim yngri.

Hreiðrið er staðsett á Bíógangi 3ju hæð

Hreiðrið er opið á auglýstum opnunartíma Kringlunnar.

Við hlökkum til að fá ykkur öll í heimsókn!