PS4: No Man's Sky

SKU: 9850236

Leikurinn er gerður af Hello Games og sækir innblástur sinn í klassískar vísindaskáldsögur og hversu óendanlega stór og fjölbreyttur alheimurinn getur verið. Í No Man‘s Sky geta leikmenn flakkað um og rannsakað heim sem er óendanlegur að stærð og inniheldur fjölmargar plánetur með fjölbreyttu dýraog plöntulífi og allskyns verum. Í miðju alheimsins liggur svo leyndarmál sem dregur leikmenn að sér og hvetur þá áfram til að halda ferðalaginu áfram, en hvert ferðalag er fullt af hættum, nýjum kvikindum og stórhættulegum geimræningjum. Til að lifa af þurfa leikmenn að uppfæra skipið sitt, geimbúning og vopn. Það er algjörlega í þínum höndum hvernig þú spilar leikinn. Viltu vaða um og skoða alheiminn, viltu berjast við allt og alla eða viltu stunda viðskipti á milli pláneta með allskyns hráefni? Valið er þitt í þessum stærsta leik ársins.

Verslun

Gamestöðin

Gamestöðin er sérverslun tölvuleikjamannsins! Við kaupum gömlu leikina þína og þú notar peninginn til að lækka tölvuleikjakostnaðinn! Þetta er það sem við köllum, WIN - WIN - WIN!

Vörur

Fleira fyrir þig í Gamestöðin