Krús RELAXING sumarbollinn 2020

SKU: MOO-5111052327

Í tilefni af 75 ára afmæli Moomin mun ein evra með hverjum seldum bolla renna til OURSEA sjóðsins en þeir vinna að verndun hafsins. Sumarlína Moomin heldur áfram sumarið 2020 og minnir okkur á hvernig við getum notið sumarsins utandyra. Árið 2020 markar einnig að 75 ár eru liðin frá því að Tove Jansson skrifaði sína fyrstu Moomin sögu. Til að fagna þessum áfanga verður sumarlínan hluti af #OURSEA herfreð til að safna milljón evra fyrir verndun hafsins, nánar tiltekið Eystrasalts. Myndskreytingar sumarlínunnar eru byggðar á teiknimyndasögu Tove Jansson öMoomin Valley Turns Jungleö sem gefin var út í Englandi 1956. Myndirnar sýna heitan sumardag og Múmínfjölskyldan hefur ákveðið að koma sér fyrir í garðinum. Múmínmamma fær þá hugmynd að öll fjölskyldan ætti að sofa úti. Múmínsnáðinn og Snorkstelpan hjúfra sig saman undir teppi og Múmínpabbinn setur upp hengirúmið sitt. Múmínmamma elskar að sofa utandyra og er einstaklega ánægð að hafa fengið fjölskylduna til að hafa ánægju af því líka. Mía litla finnur ílát úr sjónum, þar ofan í finnur hún suðræn fræ. Múmínsnáðinn verður mjög spenntur og biður Múmínmömmu að planta þeim, sem hún gerir. Sólin sest en fjölskyldan heldur áfram að njóta sumarsins í garðinum. Breidd: 8,5 cm Hæð: 8,2 cm Rúmar: 0,3 L Má fara í uppþvottavél og örbylgjuofn.
VerslunVerð kr.
Kúnígúndsale3,295
Skoða á vef Kúnígúnd

Verslun

Kúnígúnd

Kúnígúnd er ein elsta gjafavöruverslun landsins og býður upp á mikið úrval af vönduðum hönnunarvörum, með sérstaka áherslu á hönnun frá Skandinavíu. Í versluninni má finna fjölbreytt úrval af gjafavöru frá heimsþekktum framleiðendum á borð við Georg Jensen, Royal Copenhagen, Kitchenaid, Kosta Boda, VilleroyBoch, Kay Bojensen, Bjorn Wiinblad og Rosendahl. Einnig mikið af vönduðum vörum í eldhúsið, pottar og pönnur frá stærsta framleiðanda Þýskalands WMF, þýskir hnífar frá Wusthof sem hefur framleitt hágæða hnífa frá 1814 og japanskir hnífar frá Global svo fátt eitt sé nefnt. Kúnígúnd leggur áherslu á fjölbreytt vöruúrval og vandaða þjónustu.

Vörur

Fleira fyrir þig í Kúnígúnd