IITTALA

Alvar Aalto plakat 50 x 70cm

SKU: 6754837528735

Athugið - ramminn fylgir ekki með! Árið 1936 unnu Aalto vasarnir fyrstu verðlaun í Karhula-Iittala glerhönnunarkeppninni. Lífræn en einföld lögun vasans þótti byltingarkennd á þeim tíma. Við hönnun vasans sótti Alvar Aalto innblástur í öldur í vatni. Vasinn er táknrænn fyrir finnska hönnun auk þess sem hann er meðal þekktustu glermuna í heiminum í dag. Aalto sketch plakötin fóru nýlega aftur í framleiðslu. Þau sóma sér vel í flestum herbergjum heimilisins, hvort sem er í stofunni, svefnherberginu eða á ganginum. Plakötin eru falleg sitt í hvoru lagi jafnt sem öll þrjú saman, en auðvelt er að raða þeim saman og mynda þannig fallegan myndavegg. Iittala logoið er prentað á plakatið eins og undirskrift. Plakatið er upprúllað og pakkað í hólk svo auðvelt er að flytja það. Prentað á mattan, hágæða pappír (200g/m2). Prentað í Finnlandi. Einungis fáanleg í Iittala búðinni
VerslunVerð kr.
iittala búðinsale12,990
Skoða á vef iittala búðin

Verslun

Iittala búðin

Iittala er sérhæfð verslun sem selur einungis vörur frá finnska framleiðandanum Iittala. Iittala er heimsþekkt fyrir listrænar gler- og postulínsvörur sínar en Alvar Aalto, Oiva Toikka og Tapio Wirkkala eru aðeins brot af langri upptalningu hönnuða sem hafa unnið fyrir Iittala í gegnum árin. Verslunin í Kringlunni er unnin í nánu samstarfi við Iittala í Finnlandi og er ein sinnar tegundar á Íslandi. Starfsfólk Iittala er sérþjálfað í vörunni og getur því svarað flest öllum spurningum sem brenna á Iittala unnandanum.

Vörur

Fleira fyrir þig í iittala búðin