PS4: Blood and Truth VR

SKU: 9999195

Með VR græjunni í PlayStation 4 og Blood and Truth leiknum getur þú loks orðið hasarhetja í þinni eigin hasarmynd sem er uppfull af sprengingum og látum. Hér þurfa leikmenn að skella sér í hlutverk Ryan Marks sem er SAS hermaður og þarf hann að berjast í gegnum undirheima London þar sem glæpir eru allsráðandi. Að þessu sinni er allt undir fyrir Mark, en fjölskylda hans er undir og þarf okkar maður að taka niður glæpaveldi til að bjarga henni. Leikurinn er uppfullur af hasaratriðum, en leikmenn þurfa að keyra um, henda sér út í fallhlíf, sveifla sér á milli bygginga og margt fleira. VR tæknin í PlayStation 4 gerir leikinn það raunverulegan að leikmenn upplifa sig eins og þeir séru algjörlega inní honum.

Verslun

Gamestöðin

Gamestöðin er sérverslun tölvuleikjamannsins! Við kaupum gömlu leikina þína og þú notar peninginn til að lækka tölvuleikjakostnaðinn! Þetta er það sem við köllum, WIN - WIN - WIN!

Vörur

Fleira fyrir þig í Gamestöðin