Hyperice Mini Sphere

SKU: 34000-001-00

Hypersphere Mini er minni útgáfa af Hypersphere nuddkúlunni vinsælu frá Hyperice. Algjört snilldartæki sem nær djúpt inn í vöðva. Hentar vel til að ná í svæði sem stærri kúla eða nuddrúlla nær ekki vel. Það eru þrjú stig af aflmiklum víbring. Kúlan er alveg stíf og nær því mjög djúpt. Gott er að finna punkta og setja þrýsting á þá í 10-30 sekúndur til að losa um spennuhnúta. Tíðnin á víbringnum á stillingunum þremur er hefur verið mikið rannsakað og prófað til að finna hvað skilar mestu afköstunum á aukningu á blóðflæði og bandvefslosun. Yfirborð kúlunnar er úr gúmmíi svo að hún sé stöðug og renni ekki til. Þar sem kúlan er alveg stíf er mælt með að nota hana á mjúku undirlagi t.d. æfingadýnu. Þvermál hennar er 8,9cm. Hypersphere er með aflmikið hágæða 5V 2400mAh lithium-ion rafhlöðu, sama gerð og Tesla notar í bílana sína. Full hleðsla gefur yfir 2 tíma notkun á öflugustu stillingu. Hleðslusnúra fylgir. Hyperice vörurnar eru notaðar af fjölda liða, stofnana og íþróttafólks í heimsklassa. Til að nefna t.d Cristiano Ronaldo, Lebron James, Lindsay Vonn, Dwayne Wade, Kobe Bryant, Blake Griffin, Patrick Peterson o.fl.
VerslunTilboðsverð kr.
Fætur toga19,990sale15,992
Skoða á vef Fætur toga

Verslun

Fætur toga

Hjá Fætur Toga starfa reynslumikið fagfólk sem hefur síðastliðin 10 ár tekið yfir 60.000 íslendinga í göngu- og hlaupagreiningu um allt land. Við vinnum náið með íþróttahreyfingunni og fagaðilum í heilbrigðisstétt. Einnig ferðumst við um landið með göngu- og hlaupagreiningar, kynningar og sölu á tengdum vörum.
Í verslun okka

Í verslun okkar sér fagfólk um göngugreiningar, fótskoðun, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. Einnig ráðleggur starfsfólk um hlaupafatnað, íþróttatoppa/brjóstahaldara og mælir með vörum fyrir fætur s.s. tábergspúða, upphækkanir, sérsmíðuð og stöðluð innlegg auk skóbreytinga. Við sérhæfum okkur í sölu á gæðavörum og leggjum metnað í góða þjónustu og sanngjörn verð.

Vörur

Fleira fyrir þig í Fætur toga